Boeing-þota nýtt í innanlandsflug

Farþegaþota Icelandair á flugi yfir Kársnesi í dag.
Farþegaþota Icelandair á flugi yfir Kársnesi í dag. Ljósmynd/Aðsend

Boeing 757-vél Icelandair var í dag nýtt í innanlandsflug til Akureyrar á vegum félagsins. 

mbl.is barst nokkur fjöldi ábendinga vegna lágflugs farþegaþotu yfir Reykjavík, en slíkt kemur ekki oft fyrir.

„Við erum að nýta Boeing 757-vél í innanlandsflugið hjá okkur í dag og á morgun. Það var í dag ein ferð til Akureyrar og til baka í dag, og verður aftur á morgun,“ segir Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair. 

„Það er mikið bókað í innanlandsflugið hjá okkur fyrir helgina og tvær af þeim vélum sem við nýtum í innanlandsflugið eru í viðhaldi, svo þess vegna brugðum við á þetta ráð að nýta stóra vél,“ bætir Ásdís við. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert