Fæðuöryggi snúist um sjálfstæði

Búnaðarþing 2022 á Hótel Natura.
Búnaðarþing 2022 á Hótel Natura. mbl.is/Árni Sæberg

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son innviðaráðherra og Svandís Svavars­dótt­ir mat­vælaráðherra töluðu um mik­il­vægi fæðuör­ygg­is í ljósi stríðsins í Úkraínu í ávarpi sínu á Búnaðarþingi í dag.

Búnaðarþing Bænda­sam­taka Íslands er í dag haldið í fyrsta skipti í 60 ár ann­ars staðar en í Súlna­sal í Bænda­höll­inni við Haga­torg, en nú er þingið haldið á Hót­el Natura.

Ásamt ráðherr­um og fleir­um flutti Guðni Th. Jó­hann­es­son, for­seti Íslands, ávarp.

Mik­il­væg gildi sömu í dag og fyr­ir öld

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son minnt­ist í ræðu sinni á mik­il­vægi gilda sem voru líka mik­il­væg fyr­ir öld síðan, rækt­un nytjaplanta, rækt­un skóga og land­græðslu sem spil­ar stórt hlut­verk í bar­átt­unni við hnatt­hlýn­un.

Sagði hann þá fæðuör­yggi snú­ast um sjálf­stæði.

„Næstu skref verða ekki stig­in með fleiri fund­um, held­ur verða þau stig­in með aðgerðum,“ sagði Sig­urður Ingi um orku­skipt­in framund­an og að land­búnaður­inn í land­inu væru mik­il­væg­ur hluti af lausn­inni í loft­lagsum­ræðunni.

Sigurður Ingi Jóhannssin, Guðni Th. Jóhannesson og Svandís Svavarsdóttir á …
Sig­urður Ingi Jó­hannss­in, Guðni Th. Jó­hann­es­son og Svandís Svavars­dótt­ir á Búnaðarþingi í dag. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Þarf að vera efna­hags­leg­ur grund­völl­ur

Svandís sagði ekk­ert ógna fæðuör­yggi á Íslandi og um heim all­an eins mikið og loft­lags­breyt­ing­arn­ar.

„Á tím­um sem þess­um er land­búnaður­inn miðlæg­ur í að tak­ast á við breytt­ar aðstæður og horfa til framtíðar,“ sagði Svandís og spyr hvað sé hægt að gera meira.

„Land­búnaður­inn er of mik­il­væg­ur til að vera í vörn, hann verður að vera í sókn og hef­ur til þess alla burði. Til þess að meira verði fram­leitt þarf að vera efna­hags­leg­ur grund­völl­ur,“ sagði ráðherr­ann og bætti við:

„Það verður að vera hægt að lifa af með reisn á því að fram­leiða mat.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka