Framfærslukostnaður hæstur á Íslandi og í Sviss

Lágtekjuhópar eru sérstaklega viðkvæmir fyrir háu verði daglegra nauðsynja, svo …
Lágtekjuhópar eru sérstaklega viðkvæmir fyrir háu verði daglegra nauðsynja, svo sem matvöru og húsnæðis. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Síðan 2016 hafa Ísland og Sviss skipst á að vera dýrustu löndin í Evrópu. Verðlag í Sviss var það hæsta árin 2016, 2019 og 2020 en það var hæst á Íslandi 2017 og 2018.

Þetta kemur fram í Kjarafréttum Eflingar og vitnað í nýleg gögn Eurostat um framleiðslukostnað heimila á Íslandi í alþjóðlegum samanburði.

Algengar neysluvörur heimilanna eru þannig óvenju dýrar hér á landi. Það eina sem er með ódýrara móti á Íslandi er rafmagn og húshitunarkostnaður. Lágtekjuhópar eru sérstaklega viðkvæmir fyrir háu verði daglegra nauðsynja, svo sem matvöru og húsnæðis.

Í Kjarafréttum segir að árin eftir hrun hafi verðlag hér verið töluvert lægra miðað við önnur Evrópulönd. Ísland hafi til að mynda verið í 16. sæti af 37 löndum árið 2009 eftir að hafa verið það dýrasta 2007.

Frá árinu 2009 hafi verðlag þokast upp á við og Ísland og Sviss dýrustu lönd Evrópu.

Í samanburði við hin Norðurlöndin, sem þó eru ekki mjög langt undan, er Ísland einnig dýrast. Danmörk er nú þriðja dýrasta land í Evrópu og það dýrasta innan ESB, verðlag í Noregi er fimmta hæsta, en Finnland og Svíþjóð skipa 7. og 8. sæti.

Kjarafréttir má lesa hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka