Allt klárt fyrir vertíð

Særún EA 251 og Guðmundur Arnar EA 102 voru með …
Særún EA 251 og Guðmundur Arnar EA 102 voru með allt klárt fyrir grásleppuveiðar. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Grásleppuvertíðin er einn af vorboðunum víða um land og skapar atvinnu á sjó og í landi.

Þegar fréttaritari Morgunblaðsins á Norðurlandi átti leið um Eyjafjörð á dögunum mátti sjá í höfninni á Árskógssandi grásleppubátanna Særúnu EA 251 og Guðmund Arnar EA 102. Veiðarfærin voru komin um borð og allt virtist klárt fyrir vertíðina.

Venju samkvæmt byrjar vertíðin fyrir norðan og norðaustan land og færist svo vestur fyrir. Heimilt hefur verið að veiða frá 20. mars en fáir bátar hafa haldið til veiða, en þeim kann að fjölga á næstunni.

Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um heildarkvóta var kynnt í gær og nemur hún 6.792 tonnum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert