Bjóða út endurgerð tólf skólalóða

Leikskólinn Klambrar.
Leikskólinn Klambrar.

Borgarráð hefur samþykkt að heimila umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út framkvæmdir við endurgerð eða lagfæringu tólf lóða við leik- og grunnskóla Reykjavíkur á þessu ári. Gert er ráð fyrir kostnaði upp á 540 milljónir króna í verkefnið.

Leikskólinn Hálsaskógur-Borg.
Leikskólinn Hálsaskógur-Borg.

Tíu grunn- og leikskólalóðir verða endurgerðar, en þá er svæðið endurskipulagt og lóðin endurnýjuð. Farið er í framkvæmdir í áföngum. 

Framkvæmdir í sumar

Framkvæmdir eiga að hefjast í júní og ljúka í september. Tvær lóðir leikskóla verða þar að auki styrktar, en ekki endurskipulagðar í heild sinni. Þar verða leiktæki endurnýjuð og öryggismöl skipt út með nýju fallvarnarefni og/eða gervigrasi og hluti leiksvæðis endurskipulagður.

Vogaskóli.
Vogaskóli.

Eftirtaldir leikskólar eru hluti af verkefninu: Hálsaskógur Borg, Klambrar, Suðurborg,Tjarnarborg-Tjörn, Reynisholtog Sunnufold-Frosti. Grunnskólarnir eru: Breiðholtsskóli, Borgaskóli, Vogaskóli og Langholtsskóli.

Hér fyrir neðan eru myndir af skólavöllunum:

Leikskólinn Tjarnarborg-Tjörn.
Leikskólinn Tjarnarborg-Tjörn.
Borgaskóli.
Borgaskóli.
Breiðholtsskóli.
Breiðholtsskóli.
Leikskólinn Sunnufold-Frosti.
Leikskólinn Sunnufold-Frosti.
Leikskólinn Reynisholt.
Leikskólinn Reynisholt.
Leikskólinn Suðurborg.
Leikskólinn Suðurborg.







 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert