Einar Þorsteinsson finnur mikinn meðbyr

Einar Þorteinsson segir samvinnuhugmyndafræðin vera það sem þarf að nota …
Einar Þorteinsson segir samvinnuhugmyndafræðin vera það sem þarf að nota gegn pólaríseringu sem hann segir að sé það sem ógnar lýðræði heimsins. skjáskot/Rúv

Ein­ar Þor­steins­son, fyrr­um fréttamaður og stjórn­mála­fræðing­ur, ræddi um hvers vegna hann hafi ákveðið að hella sér úr fjölmiðlum í pólitík í Ísland vaknar í gær en hann leiðir lista Fram­sókn­arflokksins fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arn­ar í maí.

Sagðist hann fyrst og fremst hafa viljað láta gott af sér leiða en hann telur stöðu Framsóknar í Reykjavík mjög góða í ár. 

„Við höfum ekki átt borgarfulltrúa undanfarin fjögur ár og við finnum það að það er ákveðin þreyta bæði gagnvart bæði meirihlutanum og minnihlutanum,“ sagði Einar sem sagði að það væri mikið um rifrildi og harðar deilur og benti á að það hafi verið lítið um endurnýjun meðal fólks innan flokkanna. 

„Við erum með nýjan lista og rosalega gott fólk og góður andi og ætlum að mæta þarna á okkar eigin forsendum,“ sagði Einar. 

Pólarísering ógni lýðræði heimsins

Sjálfur sagðist hann ekki spá mikið í könnunum enn sem komið en sagðist finna mikinn meðbyr. 

Hlustaðu á allt viðtalið við Einar Þorsteinsson í Ísland vaknar í spilaranum hér að neðan.

 

Hann benti á að átök virðist hafa aukist mikið í stjórnmálunum en það taldi hann meðal annars fylgja samfélagsmiðlunum og pólaríseringu eða skautun en það síðastnefnda sagði hann að væri það sem ógnaði lýðræði heimsins. 

„Stjórnmálin öll hafa orðið svo hörð og andstæðir pólar og menn eru búnir að grafa sig svo djúpt niður,“ sagði Einar og bætti við aði hann hafi ekki talið það koma til greina að fara í framboð fyrir stjórnmálaflokk þegar það var borið upp við hann fyrst.

„Ég hef fylgst sem fjölmiðlamaður með þessari pólaríseringu og mér finnst hún mjög skaðleg. Það er bara það sem ógnar lýðræðinu í heiminum. Og fyrir hvað stendur Framsókn. Það er samvinnuhugsjón. Samvinnuhugmyndafræðin. Það er bara hugtakið sem við þurfum að nota gegn pólaríseringu,“ sagði Einar. 

Allt viðtalið má heyra í spilaranum hér ofar í greininni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert