Fallist á endurupptökubeiðni Guðmundar

Málið Guðmundar fer aftur fyrir Hæstarétt.
Málið Guðmundar fer aftur fyrir Hæstarétt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

End­urupp­töku­dóm­ur hef­ur fall­ist á beiðni Guðmund­ar Andra Ástráðsson­ar um end­urupp­töku á máli sem var dæmt í Hæsta­rétti árið 2018.

Með dómi Hæsta­rétt­ar í maí árið 2018 var staðfest­ur dóm­ur Lands­rétt­ar frá 23. mars sama ár þar sem staðfest­ur var dóm­ur Héraðsdóms Reykja­ness frá 23. mars 2017. Þar var Guðmund­ur sak­felld­ur fyr­ir um­ferðarlaga­brot með því að hafa ekið bif­reið svipt­ur öku­rétti og und­ir áhrif­um áv­ana-og fíkni­efna. Var hann dæmd­ur til 17 mánaða fang­elsis­vist­ar og ævi­löng öku­rétt­ar­svipt­ing hans áréttuð.

Dóm í fyrr­greindu máli Guðmund­ar í Lands­rétti skipuðu þrír dóm­ar­ar, þar á meðal Arn­fríður Ein­ars­dótt­ir. Í kjöl­far dóms Hæsta­rétt­ar kærði Guðmund­ur meðferð máls­ins til Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu. MDE komst að þeirri niður­stöðu að ís­lenska ríkið hefði brotið gegn 1. mgr. 6. gr. mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu árið 2017 við skip­un Arn­fríðar.

„Telja verður að skil­yrði a-liðar 228. gr. laga nr. 88/​2008 séu til staðar í máli end­urupp­töku­beiðanda, enda má gera ráð fyr­ir því að það hefði skipt veru­lega miklu máli fyr­ir niður­stöðu máls­ins ef dóm­ur Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu í máli  end­urupp­töku­beiðanda gegn Íslandi í máli nr. 26374/​18 12. mars 2019 eða eft­ir at­vik­um dóm­ur yf­ir­deild­ar sama dóm­stóls 1. des­em­ber 2020, hefðu legið fyr­ir áður en dóm­ur var kveðinn upp í Hæsta­rétti í máli því sem hér er kraf­ist end­urupp­töku á,“ seg­ir meðal ann­ars í niður­stöðu End­urupp­töku­dóms.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka