Þar sem fyrirtækin spretta upp

Uppspretta hugmynda og nýsköpunar blasti við hverjum þeim sem gekk inn í Smáralindina á fyrstu hæð í dag, þar sem ungir frumkvöðlar á framhaldsskólastigi kynntu spennandi vörur á Vörumessu.

Kepptust nemendur við að heilla dómara upp úr skónum með fraktflutningalausnum, rústik ilmsettum, tattúum, ilmkertum og jöklavatni í dósum svo fátt eitt sé nefnt. 

Stór markaður er fyrir fraktflutningum hér á landi en Flutningstorg …
Stór markaður er fyrir fraktflutningum hér á landi en Flutningstorg er sér í lagi góð lausn fyrir fyrirtæki sem stunda mikinn inn- og útflutning. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Auðvelda boðleiðir í fraktflutningum

Flutningstorg er til að mynda efnilegt fyrirtæki sem fimm nemendur úr Verzlunarskóla Íslands hafa unnið að, að loknum fjölda funda með Icelandair Cargo, TVG-Zimsen og fleirum.

Hugmyndin hefur mótast í gegnum ferlið þar sem fyrirtækið byggir á flutningsfyrirtækjunum og þeirra þörfum, að sögn Helga Hrannars Briem: 

„Þetta er fyrir fraktflutninga til og frá landinu. Fyrirtækin setja flutningsþörfina hjá sér inn á síðuna og síðan geta flutningsaðilarnir gert tilboð í þeirra sendingu,“ segir hann. Fyrirtækin ráða hve lengi sendingin er inni á síðunni og fá síðan lista yfir fyrirtæki sem geta annast flutninginn. Þá geta fyrirtækin sparað sér skrefin sem fylgja því að hafa samband við hvern og einn flutningsaðila.

Stílhreinni ilmsett í bílinn

Fallegar og lágstemmdari hugmyndir voru einnig áberandi á Vörumessunni og greip bás þeirra Evu Björnsdóttur og Kolbrúnar Tinnu Hauksdóttur athygli blaðamanns, sem vantaði einmitt ilmsett í bílinn. 

„Ilmsettið kemur í kassa og þú setur ilmolíuna á viðinn og dreifir þessu. Þú ræður hvort þú hengir þetta á spegilinn eða setur þetta á blásturinn, það er eiginlega betra að setja þetta á blásturinn því þannig færðu meiri lykt,“ segir Eva sem sér um Ilm ásamt Kolbrúnu.

Kolbrú Tinna Hauksdóttir og Eva Björnsdóttir hönnuðu ilmsett í bíla …
Kolbrú Tinna Hauksdóttir og Eva Björnsdóttir hönnuðu ilmsett í bíla með skemmtilegu rústik-útliti. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Ilmsettið inniheldur viðarefni og ilmolíur, til dæmis lavender.
Ilmsettið inniheldur viðarefni og ilmolíur, til dæmis lavender. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Flott útlit.

„Okkur langaði einmitt að hafa þetta svolítið flott. Oft þegar maður kaupir svona á bensínstöðvum þá er þetta oft bara svona fótur eins og margir kannast við. En við vildum hafa þetta stílhreint og með smá rústik-vibe.“ Stelpurnar gerðu spjöldin úr viðarefni sem þær urðu sér út um en olíurnar keyptu þær í jurtaaptótekinu. „En við gerðum flest annað, söguðum til dæmis spýturnar sjálfar,“ segir hún. 

Alls taka 124 fyrirtæki þátt í Vörumessunni sem væri ekki til án JA Iceland – Ungra frumkvöðla. Um 600 nemendur hafa unnið hörðum höndum að sínum verkefnum og verður uppskeruhátíð haldin þann 29. apríl í Arion banka. Síðari hluti Vörumessunnar hefst klukkan 11.00, í Smáralind á morgun. 

Margar viðskiptahugmyndir fæðast á Vörumessunni - jöklavatn í dósum er …
Margar viðskiptahugmyndir fæðast á Vörumessunni - jöklavatn í dósum er ein þeirra. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Vatnið frá Jökli er selt í dósum - ekki algeng …
Vatnið frá Jökli er selt í dósum - ekki algeng sjón. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Popp með taílenskum kryddum var á meðal þess sem fyrir …
Popp með taílenskum kryddum var á meðal þess sem fyrir augu bar í Smáralind í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert