Kristinn tók íþróttamynd ársins

„Um myndina segir meðal annars: Óvenjuleg íþróttamynd sem minnir sterkt …
„Um myndina segir meðal annars: Óvenjuleg íþróttamynd sem minnir sterkt á hve mikilvægan sess íþróttir skipa í lífi margra.“ mbl.is/Kristinn Magnússon

Kristinn Magnússon, ljósmyndari Morgunblaðsins, fékk verðlaun fyrir bestu íþróttamyndina þegar verðlaun fyrir myndir ársins 2021 voru afhent á Ljósmyndarasafni Reykjavíkur í dag.

Myndir er af Deane Williams og kærustu hans sem hughreystir hann eftir tap í úrslitaleik. Í umsögn dómnefndar segir:

„Með því að beina athygli sinni frá hinu augljósa myndefni, þar sem sigurvegarar fagna ásamt stuðningsfólki sínu, nær ljósmyndarinn að stöðva tímann mitt í allri óreiðunni. Hann nær að frysta tilfinningaþrungna stund; rólegt, fallegt og einlægt augnablik sem vekur sterka samlíðan hjá áhorfandanum. Óvenjuleg íþróttamynd sem minnir sterkt á hve mikilvægan sess íþróttir skipa í lífi margra.“

Mynd ársins.
Mynd ársins. Ljósmynd/Vilhelm Gunnarsson


Mynd ársins 2021 tók Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis og er það mynd eldgosinu í Geldingadölum.

Umsögn dómnefndar um myndina: „Áhugaverð, sterk og frumleg mynd af einu stærsta fréttamáli krefjandi árs. Sjónarhornið er frábært, formið óvænt og sérlega flott auk þess sem vinnslan hæfir myndinni afar vel. Ótrúlega kraftmikil mynd sem fangar anda liðins árs en minnir um leið á ógnir sem steðja að náttúrunni og gefa engin grið, þótt athygli manna beinist tímabundið í aðrar áttir. Mynd sem segir ótal sögur.“

Veitt voru verðlaun í sjö flokkum auk bestu myndar ársins, en aðrir ljósmyndarar sem verðlaunaðir voru:

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, sem átti fréttamynd ársins, Páll Stefánsson sem átti portrett ársins, Sigtryggur Ari Jóhannsson ljósmyndari Fréttablaðsins sem átti umhverfismynd ársins, Hörður Sveinsson sem fékk verðlaun fyrir tímaritamynd ársins og fékk Heiða Helgadóttir verðlaun fyrir myndaröð ársins og daglegt líf mynd ársins.

Dómnefndina skipuðu þau: Aldís Pálsdóttir, Árni Torfason, Gísli Helgason, Hrund Þórsdóttir, Pjetur Sigurðsson, Sigríður Ella Frímannsdóttir og David Guttenfelder sem jafnframt var formaður dómnefndar.

Daglegt líf.
Daglegt líf. Ljósmynd/Heiða Helgadóttir
Fréttamynd ársins.
Fréttamynd ársins. Ljósmynd/Vilhelm Gunnarsson
Portrettmynd ársins.
Portrettmynd ársins. Ljósmynd/Páll Stefánsson
Tímaritamynd ársins.
Tímaritamynd ársins. Ljósmynd/Hörður Sveinsson
Umhverfismynd ársins.
Umhverfismynd ársins. Ljósmynd/Sigtryggur Ari
Úr myndaseríu ársins.
Úr myndaseríu ársins. Ljósmynd/Heiða Helgadóttir
Úr myndaseríu ársins.
Úr myndaseríu ársins. Ljósmynd/Heiða Helgadóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert