Konunglega flugmóðurskipið HMS Prince of Wales er væntanlegt til Íslands eftir helgi vegna æfinga, en síðustu daga hefur skipið verið við æfingar við Noregsstrendur.
Um er að ræða töluvert stærra skip en gengur og gerist með herskip, er 70 metrar á breidd og 280
metrar á lengd og getur borið 36 orrustuþotur og 4 þyrlur. Áhöfnin telur um 1.600 manns
Skipið mun væntanlega sigla framhjá höfninni í Reykjavík á milli klukkan 7 og 9 á mánudagsmorgun.
Til gamans má geta að forveri skipsins var orrustuskipið HMS Prince of Wales sem ásamt orrustubeitiskipinu HMS Hood tók þátt í sjóorrustu suðvestur af Íslandi í maí 1941 við þýska orrustuskipið Bismarck og beitiskipið Prinz Eugen.
Orrustunni lauk með því að HMS Hood var sökkt og HMS Prince of Wales leitaði skjóls inni á Hvalfirði. Svo fór að lokum að Bretum tókst að sökkva Bismarck suður af Bretlandi en Prinz Eugen komst undan.