„Það er bara bull og vitleysa“

„Það er bara bull og vitleysa. Það er ekkert sem bendir til þess, það er erfitt að búa til svona veiru,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar um þær kenningar sem hafa verið uppi um orsök faraldursins, að veiran sé manngerð.

Páll Magnússon ræddi við Kára í Dagmálum, en að hans sögn hafa menn einnig velt fyrir sér hvort að þetta hafi verið veira sem hafi verið einangruð úr leðurblökum á rannsóknarstofu og hafi sloppið þaðan út, en að mjög fátt styðji við þá kenningu.

„Þetta hefur bara ósköp einfaldlega verið veira sem stökkbreytist og við það hoppað úr leðurblöku eða líki skepnu og yfir í manninn.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert