Þurfa að vinna fólkið á einkabílnum til baka

Reynt var að haga hagræðingunum þannig að þær kæmu sem …
Reynt var að haga hagræðingunum þannig að þær kæmu sem minnst niður á annatímum. mbl.is/Hari

Jóhannes Rúnarsson, forstjóri Strætó bs. segist vonast til þess að takmörkun á þjónustu Strætó vegna hagræðingar, muni ekki þurfa að standa yfir lengur en fram á haustið, en annasamasti tíminn hjá Strætó er einmitt þá.

Það fer þó eftir tekjuþróun, en tekjur Strætó hafa dregist saman um 1,5 milljarð.

Ferðamynstur eftir Covid er óráðið

„Ferðamynstur fólks eftir Covid er óráðið, hvort það haldi áfram að vinna meira heima, hjóla, labba eða nota bílinn.“

Miðað við umferðartalningar er umferð að aukast, sem bendir til þess að einhverjir hafi snúið sér frá almenningssamgöngum og til baka í einkabílinn. Jóhannes segir Strætó þurfa að vinna þetta fólk til baka. 

Komi sem minnst niður á annatímum

Aðspurður hvort hann óttist ekki að skerðing á þjónustu verði til þess að fólk reiði sig á annan ferðamáta, játar Jóhannes að aðgerðirnar gætu komið til með að hafa þau áhrif.

Þó hafi verið reynt að haga hagræðingunni þannig að hún kæmi sem minnst niður á annatímum. 

Jóhannes Rúnarsson framkvæmdastjóri strætó
Jóhannes Rúnarsson framkvæmdastjóri strætó mbl.is/Kristinn Magnússon

Erfitt upphaf en möguleikar í framtíð

Í nóvember á síðasta ári tók Strætó bs. upp nýtt greiðslukerfi, en innleiðing þess gekk ekki  hnökralaust fyrir sig. 

„Við áttum í erfiðleikum í upphafi en ég er sannfærður um að þetta verði til góðs,“ segir Jóhannes. 

Hann bendir á að fyrir innleiðingu þess hafi verið mikið um fölsun og svindl. Í framtíðinni sér hann fyrir sér að bæta í möguleikana á fargjaldamiðlum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka