Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra fordæmir algerlega fjöldamorð á íbúum bæjarins Bucha í útjaðri Kænugarðs, auk þeirra sem orðið hafa umhverfis Kænugarðs.
Rússneskir hermenn hafa skotið fjölda fólks þar og hafa að minnsta kosti 280 íbúar bæjarins verið grafnir í fjöldagröfum í kjölfarið.
Kom þetta í ljós eftir að rússneskar herveitir hófu að hörfa frá Kænugarði og borginni Tsérnehív.
„Saklausar fjölskyldur, þar á meðal börn, hafa verið rænd framtíðinni. Þetta stríð verður að taka enda,“ sagði hún og bætti við að árasárfólkið þyrfti að ábyrgjast gjörðir sínar.
I am deeply shocked and saddened by the horrific reports of mass killings of civilians in Bucha and around Kyiv. Innocent families, including children, have been brutally robbed of their future. This war must end. Those responsible must face justice. #Bucha #standwithUkraine
— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) April 3, 2022