Neyðarlúgur opnuðust í metúrkomu mars

Þegar mikið vatn berst að dælustöðvar hafa ekki undan opnast …
Þegar mikið vatn berst að dælustöðvar hafa ekki undan opnast neyðarlúgur og óhreinsað skólp fer í sjó. Ljósmynd/Veitur

Sumar neyðarlúgur fráveitukerfis Veitna opnuðust tímabundið í marsmánuði, enda var þá metúrkoma í höfuðborginni og víðar. Allar neyðarlúgur fráveitukerfisins í höfuðborginni voru lokaðar í gær.

„Það hefur verið mikið álag á fráveitunni undanfarið í þessari miklu úrkomu og leysingum. Eina leiðin sem við höfum, líkt og aðrir þéttbýlisstaðir sem hreinsa skólp, er neyðarlosun í sjó þegar of mikið berst af vatni í fráveitukerfið. Ef það er ekki gert getur skólpið leitað upp um niðurföll hjá fólki. Það vekti ekki mikla ánægju,“ sagði Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna. Hún segir að þegar meira berst af ofanvatni, það er rigningarvatni og leysingavatni, en dælustöðvarnar ráða við opnist neyðarlúgurnar og vatnið fari óhreinsað út í sjó.

„Sjórinn gengur hratt og vel frá lífrænu efnunum. Á þessum árstíma lifa örverur ef til vill í 4-5 tíma í sjó og á sumrin eru það 1-2 tímar,“ sagði Ólöf. „Saurgerlarnir eru aðallega í skólpinu. Það er orðið mjög útþynnt þegar það fer út í sjó, enda er stór hluti af skólpinu hitaveituvatn sem er búið að nýta. Þar til viðbótar kemur allt ofanvatnið.

Það sem er hvimleitt er hins vegar allt ruslið sem fólk er enn að henda í klósettin. Sjórinn skilar því alltaf aftur og oft upp í fjörur og það viljum við ekki sjá.“

Nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert