„Smá áminning um fortíðina“

Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir skjálftana hafa minnt á fortíðina.
Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir skjálftana hafa minnt á fortíðina. Ljósmynd/Hanna Andrésdóttir

„Við urðum flest vör við þetta, sérstaklega ef fólk sat,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur um skjálftahrinu sem reið yfir skammt frá Grindavík eftir hádegi í dag.

Sterkasti skjálftinn hefur mælst 3,3 að stærð og eiga skjálftarnir upptök sín skammt austur af Bláa lóninu.

Ekkert komið frá jólum

„Þetta var stutt hrina sem kom á óvart og ekkert hefur komið svona óvænt síðan um jólin,“ segir Fannar en þá hafi skjálftarnir verið stærri.

„Það má alltaf búast við einum og einum skjálfta eða smá hrinum einhvers staðar á Reykjanesinu. Þetta var smá áminning um fortíðina en síðan minnkaði þetta,“ segir Fannar sem kveðst vonast til þess að Grindvíkingar þurfi ekki í bráð að upplifa það sama og í kringum eldgosið í Geldingadölum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert