Twitter logar vegna Búnaðarþingsmálsins

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Vigdís Häsler Sveinsdóttir.
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Vigdís Häsler Sveinsdóttir. Samsett mynd

Twitter er nú í ljósum logum eftir að fregnir bárust af því að Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hafi látið niðrandi ummæli falla um Vig­dísi Häsler Sveins­dótt­ur, fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­taka Íslands, á flokksþingi í tengsl­um við Búnaðarþing síðastliðinn fimmtu­dag.a

Í yfirlýsingu sem Vigdís birti á Facebook vegna málsins segir hún orðin sem ráðherran viðhafði í hennar garð vera til marks um dulda fordóma, sem sé gríðarlegt samfélagsmein sem fái að grassera á öllum stigum samfélagsins. Þeir fordómar smætti svo verk einstaklinga og gjörðir niður í lit eða kyn.

Í kjölfarið birti Sigurður Ingi stutta yfirlýsingu vegna málsins á Facebook síðu sinni þar sem hann baðst afsökunar á þeim „óviðurkvæmilegu“ orðum sem hann lét falla í garð Vigdísar.

„Á þeim orðum biðst ég inni­legr­ar af­sök­un­ar. Í líf­inu er maður alltaf að læra á sjálf­an sig. Sárt er þó að sá lær­dóm­ur bitni á til­finn­ing­um annarra,“ segir í yfirlýsingu Sigurðar.

Hugmyndir um afsögn Sigurðar Inga viðraðar

Twitterverjar virðast þó lítið gefa fyrir afsökunarbeiðni Sigurðar Inga og benda nokkrir á það að erlendis hafi stjórnmálamenn þurft að segja af sér fyrir minna.

Hlakkar í andstæðingum Framsóknarflokksins

Þá eru aðrir sem telja málið koma andstæðingum Framsóknar vel og segja það fyndið að sjá Sjálfstæðismenn hlakka yfir óförum ráðherrans.

„Kannski var ekkert best að kjósa Framsókn“

Þó nokkrir hafa svo dregið kosningaslagorð Framsóknar frá síðustu kosningum í efa en slagorðið var: Er ekki bara best að kjósa framsókn?

Sorglegasta hneykslismálið síðan árið 2018

Heldur alvarlegri tónn er í Vali Grettissyni, ritstjóra Grapevine, en öðrum Twitterverjum, sem segir hneykslismálið líklegast það sorglegasta sem komið hefur upp í stjórnmálum á Íslandi síðan Klaustursmálið átti sér stað árið 2018.









mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert