Hvít jörð á höfuðborgarsvæðinu

Snjór í Vesturbænum. Mynd úr safni.
Snjór í Vesturbænum. Mynd úr safni. mbl.is/Hari

Íbúar höfuðborg­ar­svæðis­ins vakna í dag upp við hvíta jörð, en í nótt snjóaði og þurfa öku­menn því lík­leg­ast að sópa af rúðum bíla sinna áður en lagt er af stað.

Klukk­an sex í morg­un var þriggja stiga frost hiti í höfuðborg­inni en spár gera ráð fyr­ir norðaustan 8-15 m/​s á höfuðborgarsvæðinu í dag og dálítilli snjókomu. Frost verður 1 til 5 stig.

Sama á við um allt landið; víða él og frost 0 til 7 stig.

Í hugleiðingum veðurfræðings segir að eftir milda og rólega tíð í síðustu viku hafi kalt heimskautaloft nú borist yfir landið úr norðri. Búast megi við köldu veðri út vikuna.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert