Kona á sjötugsaldri með Covid lést á Landspítala

Einn sjúklingur sem var með Covid lést í gær á …
Einn sjúklingur sem var með Covid lést í gær á Landspítalanum. Ljósmynd/Landspítali/Þorkell

Kona á sjötugsaldri sem var með Covid-19 lést á Landspítalanum í gær. Frá þessu er greint á vef Landspítalans, en ekki kemur fram hvort að andlátið hafi orsakast af sjúkdóminum eða ekki.

Samtals liggur nú á Landspítalanum 31 sjúklingur með Covid, en enginn þeirra er á gjörgæslu. Meðalaldur þeirra sem liggja inni er 73 ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert