Sigurður Ingi neitaði að tjá sig við fjölmiðla

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Vigdís Häsler Sveinsdóttir.
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Vigdís Häsler Sveinsdóttir. Samsett mynd

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, vildi ekki tjá sig frekar um ummæli sín í garð Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, þegar fjölmiðlar ætluðu að ræða við ráðherrann að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun.

Vísaði hann þess í stað í yfirlýsingu sína um málið sem hann skrifaði á Facebook í gær. 

Vigdís greindi frá því á facebook-síðu sinni í gær að Sigurður Ingi hefði látið niðrandi ummæli falla um hana á flokkaþingi í tengslum við Búnaðarþing síðastliðinn fimmtudag.

Starfs­fólk Bænda­sam­tak­anna óskaði eft­ir því að innviðaráðherra og fleiri væru með í mynda­töku sem ég kom síðar að. Þar voru afar sær­andi um­mæli lát­in falla og heyrði bæði ég það sem og starfs­fólk sam­tak­anna,“ skrif­aði Vig­dís.

Ingveldur Sæmundsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra, sagði hann ekki hafa notað slík orð og að hún hefði staðið við hlið hans.

Aðstoðarmaður ráðherr­ans var ekki við hlið hans þegar um­mæl­in voru lát­in falla, eins og hún hef­ur haldið fram en mynd­ir úr þess­ari mynda­töku sýna það án alls vafa. Það er sær­andi þegar reynt er að gera lítið úr upp­lif­un minni og þegar bein­lín­is rang­ar skýr­ing­ar eru notaðar við það. Ég stend með sjálfri mér þegar kem­ur að þessu, ég veit hvað ég heyrði, ég veit hvað var sagt. Ég neita að bera ábyrgð á þeim orðum sem ráðherr­ann viðhafði í minn garð. Duld­ir for­dóm­ar eru gríðarlegt sam­fé­lags­mein og grass­era á öll­um stig­um sam­fé­lags­ins. Þeir smætta verk ein­stak­linga og gjörðir niður í lit eða kyn,“ skrif­aði Vigdís.

Í stuttri yfirlýsingu sinni á Facebook í gær sagði Sigurður að sér yrði á eins og öðrum.

„Í líf­inu er maður alltaf að læra á sjálf­an sig. Sárt er þó að sá lær­dóm­ur bitni á til­finn­ing­um annarra.“

Sigurður Ingi hringdi enn fremur í Brynju Dan, varaþingmann flokksins, í gær og ræddi ummælin við hana.

Brynja sagði í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun að hún neiti því ekki að þetta sé sárt, ömurlegt og glatað. Henni hafi liðið illa í allan gærdag og sé að melta þetta. Sigurður Ingi sé fullur iðrunar og svekktastur út í sjálfan sig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert