„Allir séu á sömu blaðsíðu“

Erfiðar aðstæður voru til leitar í ísköldu Þingvallavatni eftir flugslysið …
Erfiðar aðstæður voru til leitar í ísköldu Þingvallavatni eftir flugslysið en fjarstýrður kafbátur var notaður í aðgerðunum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Full­trú­ar frá rann­sókn­ar­nefnd sam­göngu­slysa, Land­helg­is­gæsl­unni, sér­sveit rík­is­lög­reglu­stjóra og lög­regl­unni á Suður­landi funda í dag vegna flug­vél­ar­inn­ar sem fórst í Þing­valla­vatni.

Að sögn Odds Árna­son­ar, yf­ir­lög­regluþjóns hjá lög­regl­unni á Suður­landi, er enn dá­lít­ill ís í sunn­an­verðu vatn­inu þar sem vél­in fórst. Um leið og veður leyf­ir verður ákveðið hvenær flakið verður híft upp úr vatn­inu. Hann kveðst nán­ast full­viss um að það ger­ist síðar í þess­um mánuði.

„Við þurf­um að horfa á veður og aðstæður. Við ætl­um á fund­in­um að tryggja að all­ir séu á sömu blaðsíðu,“ seg­ir Odd­ur.

Flug­vél­in, sem fórst í byrj­un fe­brú­ar með fjóra karl­menn um borð, ligg­ur á 48 metra dýpi í Ölfu­s­vatns­vík.

Von­ast er til að vél­in verði sótt á ein­um degi en tveggja sóla­hringa gluggi verður nýtt­ur ef það geng­ur ekki eft­ir.

„Þetta verður minna í sniðum held­ur en var þegar við vor­um að ná lík­ams­leif­un­um upp,“ seg­ir Odd­ur um vænt­an­leg­ar björg­un­araðgerðir og nefn­ir að ekki þurfi eins mik­inn búnað í þetta skiptið.

„Draum­ur­inn er að hægt sé að gera þetta á ein­um degi.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka