Bjarni geimfari látinn

Bjarni V. Tryggvason, fyrsti íslenski geimfarinn, er látinn.
Bjarni V. Tryggvason, fyrsti íslenski geimfarinn, er látinn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bjarni V. Tryggvason, fyrsti og hingað til eini íslenski geimfarinn, er látinn, 76 ára að aldri. Þetta staðfestir kanadíska geimferðastofnunin í yfirlýsingu.

Bjarni var einn af sex mönnum sem voru valdir til geimfaraþjálfunar árið 1983. Hann var hluti áhafnar í geimskutlunni Discovery árið 1997 og dvaldi í geimnum í 12 daga. Hann starfaði hjá kanadísku geimferðastofnuninni í 25 ár.

Bjarni fæddist árið 1945 í Reykjavík og fluttist til Kanada átta ára gamall ásamt foreldrum sínum.

Hann kom meðal annars að þróun hugbúnaðar sem notaður hefur verið í geimstöðvum og geimskutlum. Hann starfaði einnig við flugvélaprófanir og flugþjálfun auk þess að sinna rannsóknum og kennslu í verkfræði á sviði loftaflsfræði, straumfræði, stærðfræði og hönnun kerfa fyrir geimferðir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka