Bjarni geimfari látinn

Bjarni V. Tryggvason, fyrsti íslenski geimfarinn, er látinn.
Bjarni V. Tryggvason, fyrsti íslenski geimfarinn, er látinn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bjarni V. Tryggva­son, fyrsti og hingað til eini ís­lenski geim­far­inn, er lát­inn, 76 ára að aldri. Þetta staðfest­ir kanadíska geim­ferðastofn­un­in í yf­ir­lýs­ingu.

Bjarni var einn af sex mönn­um sem voru vald­ir til geim­faraþjálf­un­ar árið 1983. Hann var hluti áhafn­ar í geimskutl­unni Disco­very árið 1997 og dvaldi í geimn­um í 12 daga. Hann starfaði hjá kanadísku geim­ferðastofn­un­inni í 25 ár.

Bjarni fædd­ist árið 1945 í Reykja­vík og flutt­ist til Kan­ada átta ára gam­all ásamt for­eldr­um sín­um.

Hann kom meðal ann­ars að þróun hug­búnaðar sem notaður hef­ur verið í geim­stöðvum og geimskutl­um. Hann starfaði einnig við flug­véla­próf­an­ir og flugþjálf­un auk þess að sinna rann­sókn­um og kennslu í verk­fræði á sviði loftafls­fræði, straum­fræði, stærðfræði og hönn­un kerfa fyr­ir geim­ferðir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert