Gluggaveður á suðurhluta landsins

Það er hálfgert gluggaveður í höfuðborginni. Mynd úr safni.
Það er hálfgert gluggaveður í höfuðborginni. Mynd úr safni. mbl.is/Styrmir Kári

Spár gera ráð fyrir norðanátt í dag, víða 8-15 m/s, en hvassara á stöku stað í vindstrengjum sunnan undir fjöllum. Útlit er fyrir dálítil él á Norður- og Austurlandi. Hins vegar verður léttskýjað og sólríkt sunnan- og vestantil á landinu, þó sumir myndu segja að um sé að ræða gluggaveður. 

Í hugleiðingum veðurfræðings segir að gluggaveður dragi nafn sitt af því að þegar horft er út um gluggann virðist vera hið besta veður, en þegar út er komið bítur kuldinn í norðan næðingnum í kinnar. Það er enda kaldur loftmassi yfir landinu og frost yfirleitt á bilinu 1 til 6 stig að deginum og kólnar enn frekar í nótt.

Á morgun er síðan útlit fyrir hægari vind, áttin norðlæg eða breytileg. Þurrt og bjart nokkuð víða, en búast má við stöku éljum um landið norðaustanvert.

Spár gera ráð fyrir að kalt loft ráði ríkjum á landinu út vikuna.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert