Bjarni hefur beðið Ríkisendurskoðun um úttekt

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fjármála- og efnahagsráðherra fór þess í dag á leit við Ríkisendurskoðun að stofnunin geri úttekt á því hvort sala á hlutum ríkisins í Íslandsbanka 22. mars síðastliðinn hafi samrýmst lögum og góðum stjórnsýsluháttum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu.

„Samkvæmt lögum um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga hefur ríkisendurskoðandi m.a. það hlutverk að hafa eftirlit með framkvæmd samninga sem eru gerðir við einkaaðila og hafa eftirlit með starfsemi og árangri ríkisaðila. Lögin kveða á um að ríkisendurskoðandi ákveði sjálfur hvernig hann sinnir hlutverki sínu samkvæmt lögunum,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert