Engin nagladekk eftir 15. apríl

Það er farið að vora.
Það er farið að vora. mbl.is/Árni Sæberg

Nagladekk eru ekki leyfileg á götum borgarinnar eftir 15. apríl, að því er segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. 

Þar kemur fram, að hlutfall negldra dekkja hafi verið talið í Reykjavík í mars 2022. Hlutfallið skiptist þannig að 40% ökutækja var á negldum dekkjum og 60% var á öðrum dekkjum.

„Hlutfall negldra dekkja er lægra en á sama tíma í fyrra og árið 2020. Hlutfallið fer því lækkandi en betur má ef duga skal, því góð vetrardekk duga oftast betur en naglar í Reykjavík. Auk þess hafa nagladekk slæm áhrif á loftgæði og þau slíta götum hratt,“ segir í tilkynningunni.

Ennfremur segir, að nagladekk séu ráðandi þáttur í svifryksmengun á höfuðborgarsvæðinu.

„Bíll á nöglum mengar allt að 40 sinnum meira en bíll sem ekki er á nöglum," sagði Þorsteinn Jóhannsson sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun í fyrirlestri í mars og: „Það er sinnum, ekki 40 prósent meira heldur 2000 prósent meira",“ segir í tilkynningu borgarinnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert