Handtökur og húsleitir fyrir vestan

Héraðssaksóknari.
Héraðssaksóknari. mbl.is/Hjörtur

Starfsmenn héraðssaksóknara eru í aðgerðum á Vestfjörðum vegna rannsóknar á málum tengdum Innheimtustofnun sveitarfélaga.

Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari staðfestir þetta í samtali við mbl.is. Hann staðfestir jafnframt að handtökur og húsleitir hafi farið fram en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið.

Aldís Hilmarsdóttir, stjórnarformaður Innheimtustofnunar, sagðist ekki geta tjáð sig um málið í samtali við mbl.is.

Rúv greindi fyrst frá. Þar kemur fram að stjórn stofnunarinnar hafi ákveðið að rifta samningi við Braga Axelsson, forstöðumann útibús stofnunarinnar á Ísafirði, og Jón Ingvar Pálsson forstjóra vegna alvarlegra brota í starfi. Rúv segir ennfremur að samkvæmt heimildum að Bragi hafi verið handtekinn, en það hefur ekki fengist staðfest. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert