Vorið lætur enn bíða eftir sér

Frost er á öllu landinu.
Frost er á öllu landinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Spár gera ráð fyrir norðlægri eða breytilegri átt í dag, 5-10 m/s og þurru og björtu víðast en stöku él norðan- og austanlands. Víða skýjað í kvöld. Frost yfirleitt á bilinu 1 til 7 stig að deginum. Allvíða talsvert frost í nótt.

Í hugleiðingum veðurfræðings segir að á morgun og um helgina verði meira skýjað og sums staðar dálítil él.

„Hins vegar er ekki að sjá að það verði mikil úrkoma. Vorið lætur því enn bíða eftir sér og ekki alveg útséð hvenær von er á því. Hins vegar er fremur algengt að aprílmánuður sé kaldur og bjartur á sunnanverðu landinu, en éljagangur fyrir norðan og austan, svo að segja má að við séum á mjög svo kunnuglegum slóðum,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert