Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis leggur til að 19 umsækjendum verði veittur íslenskur ríkisborgararréttur en alls bárust 136 umsóknir.
Þetta kemur fram á vef Alþingis.
Flestir sem lagt er til að hljóti ríkisborgararétt koma frá Bandaríkjunum, eða fimm manns.
Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu harðlega seinagang við afgreiðslu umsókanna og sögðu Útlendingastofnun neita að afhenda þær.