Andrés Magnússon Stefán E. Stefánsson
Þegar slökkviliðið í Borgarbyggð lét rýma gamla sláturhúsið í Brákarey varð mörgum hvelft við. Hiti er í fólki vegna málsins, m.a. pútthópi sem segir farir sínar ekki sléttar.
Andrés Magnússon og Stefán Einar Stefánsson tóku hús á Borgfirðingum í vikunni í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga og ræddu m.a. við þá Skúla Guðmundsson og Ingimund Ingimundarson.
Þeir hafa stórar skoðanir á hlutunum og kvarta m.a. undan samráðsleysi í aðdraganda þess að hafist verður handa við uppbyggingu nýrra íþróttamannvirkja í Borgarnesi.
Hlusta má á viðtalið við þá félaga í spilaranum hér fyrir neðan en þáttinn má einnig nálgast á helstu hlaðvarpsveitum á borð við Spotify.