Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi alþingismaður, hefur kært hefur ákvörðun lögreglustjórans á Vesturlandi til ríkissaksóknara um að fella niður rannsókn á talningarmálinu sem kom upp fyrir síðustu alþingiskosningar.
Fréttablaðið greinir frá þessu.
Karl Gauti féll út af þingi við endurtalningu atkvæða í Alþingiskosningunum síðasta haust, en við endurtalninguna komu jafnframt í ljós ýmsir vankantar á starfsháttum kjörstjórnar. Kjörgögn voru til að mynda ekki innsigluð.
Kærði Karl Gauti málið til lögreglustjórans á Vesturlandi sem sektaði yfirkjörstjórnarfólk fyrir brot á lögum sem kveða á um meðferð kjörgagna. Enginn í kjörstjórninni greiddi hins vegar sektina.
Lögreglustjórinn á Vesturlandi komst að þeirri niðurstöðu að rannsókn á hendur fyrrverandi formanns yfirkjörstjórnar væri ekki líkleg til sakfellingar og var málið því fellt niður.