Óheppilegt að framtíðaráform liggi ekki fyrir

Framkvæmdir hefjast í vor við byggingu á nýju húsi við …
Framkvæmdir hefjast í vor við byggingu á nýju húsi við Hofsbót 2, en þar hafa Strætisvagnar Akureyrar haft biðstöð. mbl.is/Margrét Þóra

Fjórir af þeim strætisvögnum sem Strætisvagnar Akureyrar eru með í rekstri ganga fyrir metani, en nú kemur til álita að skipta þeim smám saman út og kaupa rafmagnsvagna. Innan tíðar verður byrjað að aka í nýjasta hverfi bæjarins, Hagahverfi, en þangað hafa strætisvagnar ekki ekið áður. Biðstöð strætó í miðbæ Akureyrar verður tímabundið færð til vegna framkvæmda sem eru að hefjast þar.

Andri Teitsson, formaður umhverfis- og mannvirkjaráðs Akureyrarbæjar, segir að lóðinni við Hofsbót 2 í miðbæ Akureyrar hafi verið úthlutað undir húsbyggingu og hefjist framkvæmdir nú á vordögum.

Á þeirri lóð hefur verið biðstöð fyrir strætó, sem þarf að hnika til, en Andri segir að um tímabundna ráðstöfun sé að ræða. Meirihluti ráðsins samþykkti á dögunum að hefja framkvæmdir við bráðabirgðaaðstöðu fyrir Strætisvagna Akureyrar og bílstjóra vagnanna í miðbænum og er kostnaður um 15 milljónir króna.

Bráðabirgðalausn kostar

Ráðið telur óheppilegt að ekki liggi fyrir hver framtíðaráform varðandi akstur og aðstöðu fyrir strætó í miðbænum eru, en sökum þess þurfi nú að verja fjármunum í bráðabirgðalausn. Bendir Andri á að í náinni framtíð verði hætt að leika knattspyrnu á Akureyrarvelli og skapist þá tækifæri til að skipuleggja það svæði frá grunni með íbúðum, verslun og þjónustu auk biðstöðvar fyrir strætisvagna, bæði þá sem eru í innanbæjarakstri og einnig landsbyggðarstrætó.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert