Vigdís segir Sigurð hafa beðist afsökunar

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Vigdís Häsler Sveinsdóttir.
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Vigdís Häsler Sveinsdóttir. Samsett mynd

Vigdís Häsler Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, segist hafa hitt Sigurð Inga Jóhannsson, innviðaráðherra og formann Framsóknarflokksins í dag. 

Þau hafi átt „hreinskilið, heiðarlegt og opið samtal,“ en Vigdís birti færslu á samfélagsmiðlum rétt undir hádegi.

Segist hún hafa meðtekið afsökunarbeiðni Sigurðar og hafi upplifað hana sem einlæga. Málinu sé lokið af hennar hálfu. 

Færsla Vigdísar: 

„Í dag hittumst við Sigurður Ingi og áttum hreinskilið, heiðarlegt og opið samtal. Ástæður fundarins þarf vart að tíunda en á fundinum bar Sigurður fram að mínu mati einlæga afsökunarbeiðni sem ég hef meðtekið. Ég lít svo á að með þessum fundi okkar sé komið að málalokum og sannanlega er þessu lokið af minni hálfu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert