Mikið sjokk og tjón upp á tugi milljóna

Frá brunanum í Helguvík.
Frá brunanum í Helguvík. Ljósmynd/Lögreglan á Suðurnesjum

„Þetta er mikið sjokk og gríðarlegt tjón,“ segir Ólafur Thordersen, aðstoðarforstjóri Íslenska gámafélagsins, um brunann á flokk­un­ar­skýli, sem er í eigu félagsins, í Helgu­vík fyrr í dag. 

„Þetta er altjón sem kostar tugi milljóna,“ segir hann en skýlið, tvær vinnuvélar og skúr á svæðinu eyðilagðist í brunanum. 

Ólafur segir að sem betur fer hafi engin slasast en síðasti maður út úr skýlinu fór um sexleytið í gærkvöldi. 

Veit ekki hvað olli

Slökkvistörf eru enn í gangi á svæðinu en að sögn Ólafs er verið að slökkva í timburhaug.

Er mbl.is náði tali á honum var hann á leið á svæðið þar sem verið er að færa til vélar og annað. 

Ólafur segist ekki hafa hugmynd hvað olli brunanum og að það sé nú í höndum lögreglu að rannsaka orsökin. 

„Maður þakkar bara öllum sem komu að þessu, slökkviliðsmönnum og lögreglu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert