Sólveig vildi leggja niður embætti gjaldkera og ritara

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður verkalýðsfélagsins Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður verkalýðsfélagsins Eflingar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, lagði fram tillögu um lagabreytingu þar sem embætti gjaldkera og ritara yrði lagt niður hjá félaginu.

Lagabreytingatillögurnar má sjá á vef Eflingar en meðal annars vildi Sólveig leggja niður embætti gjaldkera og yrðu fjáreiður félagsins flutt yfir á stjórn þess. 

Þá vildi hún einnig að embætti ritara yrði lagt niður og ábyrgð ritara myndi alfarið heyra undir formann. Þannig yrði formaður sá eini sem mætti undirrita gerðarbækur félagsins.

Lagabreytingar dregnar til baka

Bæði lagabreytingatillögur Sólveigar og annarra voru dregnar til baka á framhaldsfundi Eflingar í dag.

Samkvæmt öruggum heimildum mbl.is mættu lagabreytingartillögur Sólveigar nokkurri mótspyrnu og tók Sólveig því illa.

Í kjölfarið dró hún til baka tillögur sínar og lagði til að aðrir myndu gera það sama með sínar tillögur. Voru allar tillögur til lagabreytinga dregnar svo að ekki kæmi til átaka.

Hér má sjá tvær lagabreytingatillögur sem voru síðan breytt og á endanum dregnar til baka:

Lagabreytingartillögur Sólveigar.
Lagabreytingartillögur Sólveigar. Mynd/skjáskot
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert