Blóðbankinn biðlar til blóðgjafa sem eru frískir að gefa blóð næstu daga eða áður en páskafríið skellur á.
Í tilkynningu frá Blóðbankanum kemur fram að ekki veit af til að halda lagerstöðunni góðri.
Tilkynningin er eftirfarandi:
„Í þessari viku og næstu eru fáir dagar til heilblóðssöfnunar. Því biðlar Blóðbankinn til allra þeirra góðu blóðgjafa sem eru frískir að koma og gefa blóð. Blóðbankinn þarf nauðsynlega að viðhalda góðri lagerstöðu til að geta mætt þörfum þeirra sem þurfa á blóðgjöf að halda. Hver blóðgjafi getur bjargað lífi allt að þriggja einstaklinga.
Brettum um ermar og fyllum alla tíma!
Tímabókanir í síma:
Blóðbankinn við Snorrabraut S: 543-5500
Blóðbankinn Glerártorgi S: 543-5560