Framkvæmdastjóri og formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu telja nýja samninga Sjúkratrygginga Íslands, samtakanna og Sambands íslenskra sveitarfélaga ánægjulega og mikið afrek enda marki þeir framtíðarsýn og tryggi aukið fjármagn til hjúkrunarheimila.
Um 130 milljarðar króna eru tryggðir til reksturs og þjónustu 45 hjúkrunarheimila á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, eftir að samningar þess efnis til þriggja ára voru undirritaðir og kynntir á föstudaginn.
Hjúkrunarheimili hafa kvartað sáran að undanförnu undan erfiðu rekstrarumhverfi sem rekja má meðal annars til vanfjármögnunar ríkisins.
Þar ber einna hæst að fé mun fylgja íbúum hjúkrunarheimilanna betur og greiðsluþak vegna hjúkrunarþyngdar er afnumið en einnig hafa verið skipaðir starfshópar til þess að rýna í atriði á borð við mönnun svo dæmi sé tekið.
Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag.