Óeining í ríkisstjórn um bankasölu

Lilja Alfreðsdóttir, ráðherra ferðamála, viðskipta og menningar.
Lilja Alfreðsdóttir, ráðherra ferðamála, viðskipta og menningar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég var ekki hlynnt þeirri aðferðafræði sem varð ofan á við söl­una á bréf­um í Íslands­banka. Vildi al­mennt útboð en ekki að bréf­in yrðu seld til val­ins hóps fjár­festa. Þess­um sjón­ar­miðum mín­um kom ég skýrt á fram­færi í aðdrag­anda útboðsins,“ seg­ir Lilja Al­freðsdótt­ir, viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar­flokks, í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Vanda þurfti til verka

Mik­il umræða á sér nú stað um sölu á 22,5% hlut rík­is­ins í Íslands­banka sem gekk í gegn á dög­un­um. Selt var hluta­fé fyr­ir 450 millj. kr. að nafn­v­irði á geng­inu 119. Nokkr­ir þeirra fjár­festa sem áttu þess kost að kaupa bréf hafa þegar selt þau á hærra gengi og inn­leyst hagnað með því móti. Hverj­ir ná­kvæm­lega áttu þess kost að kaupa hluta­fé hef­ur verið gagn­rýnt, en sú leið sem far­in var, var til­laga Banka­sýslu ríks­ins. Skipt­ar skoðanir eru einnig um málið inn­an rík­is­stjórn­ar­flokk­anna.

Lilja Al­freðsdótt­ir minn­ir á að Íslands­banki hafi á sín­um tíma komið í hlut rík­is­sjóðs Íslands sem part­ur af stöðug­leikafram­lög­un­um svo­nefndu, sem öfluðu rík­is­sjóði rúm­lega 700 millj­arða króna.

„Það var alltaf ljóst í mín­um huga að ríkið yrði ekki með um 67% eign­ar­hald á ís­lensk­um fjár­mála­markaði. Því þurfti að selja hlut ríks­ins í Íslands­banka, en vanda til verka í ljósi fjár­mála­hruns­ins. Ég hef alltaf talið skyn­sam­legt að taka lít­il og hæg­fara skref. Hafa vaðið fyr­ir neðan sig. Ekki ein­blína á verð, held­ur gæði framtíðar­eig­enda. Önnur leið var hins veg­ar val­in og því miður er fátt sem kem­ur á óvart í þessu máli og hver út­kom­an varð,“ seg­ir Lilja, sem auk viðskipta hef­ur ferðamál á sinni könnu í rík­is­stjórn. Jafn­framt sem hún sit­ur í ráðherra­nefnd um efna­hags­mál. Þar hafi komið fram að rík­is­sjóður sé í góðri stöðu um þess­ar mund­ir. Ekk­ert hafi því kallað á asa við sölu á bréf­um í Íslands­banka. Ferðamanna­sum­arið líti einnig vel út, sem gefi vænt­ing­ar um að staða rík­is­sjóðs styrk­ist fljótt.

„Miðað við aðstæður og umræðuna nú tel ég að hægja verði á einka­væðing­unni. Í mín­um huga er líka al­veg ljóst að Lands­bank­inn skuli vera áfram í eigu þjóðar­inn­ar. Sala á hon­um kem­ur ekki til greina.“

Í ljósi gagn­rýni á banka­söl­una nú seg­ir Lilja brýnt að Rík­is­end­ur­skoðun skoði mál: fram­kvæmd og aðferðir. Einnig kunni að vera rétt að fela fjár­mála­eft­ir­liti Seðlabanka Íslands að fara yfir málið.

Ábyrgðin stjórn­mála­manna

„Í fyrsta útboðinu á sölu á hlut rík­is­ins í Íslands­banka gekk vel, það er að bjóða al­menn­ingi að kaupa hluti. Þá leið hefði rík­is­sjóður einnig átt að fara nú. Evr­ópu­til­skip­un fylg­ir hins veg­ar sú kvöð að ekki var hægt að fara í annað al­mennt útboð eins og sak­ir standa. Slíkt hefði þurft að bíða, sem hefði verið í góðu lagi. Ég er þó ekki á því að hægt sé að skella skuld­inni al­farið á stjórn­end­ur Banka­sýsl­unn­ar og þykir miður að málið sé ein­faldað þannig. Ábyrgðin hlýt­ur að vera stjórn­mála­manna sem tóku ákvörðun í mál­inu,“ seg­ir Lilja.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka