Hópuppsagnir innan Eflingar sem greint var frá fyrr í kvöld hafa vakið töluverða athygli, ekki síst á Twitter.
Greint var frá því á mánudagskvöld að Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og B-listi hennar hafi lagt til á stjórnarfundi fyrr í dag að öllu starfsfólki Eflingar yrði sagt upp.
Málið hefur ýmist vakið reiði fólks eða kynnt undir bröndurum á samfélagsmiðlum líkt og sjá má hér að neðan.
Þeir stjórnarmeðlimir Eflingar sem mbl.is hefur haft samband við í kvöld hafa ekki viljað tjá sig um málið. Þá hefur ekki náðst í Sólveigu Önnu við vinnslu frétta um málið í kvöld.
Þetta er svo subbulegt að ég fæ mig ekki einu sinni til að grínast með það. pic.twitter.com/pgoIcYF1QB
— Jóhann Óli Eiðsson (@jedissson) April 11, 2022
Starfsfólk Eflingar þarf að hringja í stéttarfélagið sitt í fyrramálið.
— Haukur Bragason (@HaukurBragason) April 11, 2022
Er þetta ekki í fyrsta sinn sem verkalýðsforingi stendur fyrir hópuppsögn?https://t.co/qlyi1bGthu
— Friðjón Friðjónsson 🇺🇦 (@fridjon) April 11, 2022
Too soon? 🤪 pic.twitter.com/T1jRzwc3VZ
— Gísli Már (@gislimar) April 11, 2022
Hvernig ætlar Efling að vera trúverðug baráttusamtök fyrir launafólk eftir þetta? Shit, ég myndi ekki vilja þurfa að leita til þeirra. Þetta er óhemju sorglegt
— Henrý 🇺🇦 (@henrythor) April 11, 2022
Það er bara í alvöru stuðningur við þessar uppsagnir? pic.twitter.com/v3FECZjEhj
— Jóhann Óli Eiðsson (@jedissson) April 11, 2022
Just found out I dont have a job anymore.https://t.co/5veaJpcYso
— Phoenix (@PhoenixJRamos) April 11, 2022