Vill fella niður skilyrði um áminningu

Diljá Mist Einarsdóttir.
Diljá Mist Einarsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Diljá Mist Einarsdóttir, ásamt fjórum öðrum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, hefur lagt fram frumvarp á Alþingi sem felur í sér nokkrar breytingar á ákvæðum laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.

Á meðal þeirra er niðurfelling á skyldu forstöðumanna að áminna starfsmenn með formlegum hætti vegna brots á skyldum starfsmanna eða þegar þeir hafa ekki staðið undir þeim kröfum sem leiðir af starfi þeirra.

Segir í greinargerð að það sé mat flutningsmanna tillögunnar að auka þurfi sveigjanleika í opinberu starfsmannahaldi og einfalda beri reglurum starfslok ríkisstarfsmanna.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert