16 ára vann Reykjavíkurskákmótið

Rameshbabu Praggnanandhaa.
Rameshbabu Praggnanandhaa.

Indverjinn Rameshbabu Praggnanandhaa vann Reykjavíkurskákmótið sem er að ljúka. Praggnanandhaa, sem er 16 ára gamall, vann skák sína í síðustu umferðinni og varð einn í efsta sæti með 7½ vinning úr 9. skákum. 

Praggnanandhaa er yngsti sigurvegarinn í sögu Reykjavíkurskákmótanna til vinna mótið einn en hann er af mörgum talinn líklegt heimsmeistaraefni.

Enn er mörgum skákum ólokið.  Hjörvar Steinn Grétarsson getur orðið meðal þeirra sem enda í 2. sæti en hann er með mun betri stöðu gegn Pólverjanum  Lukasz Jarmula. 

Lokahóf og verðlaunaafhending fer fram í Ráðhúsi Reykjavíkur og hefst kl. 17.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert