Ætlar að fá að njóta páskafrísins í friði

Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra.
Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lilja Alfreðsdóttir segist ekki sjá eftir því sem hún sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær um sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka. Lilja vildi þó ekki tjá sig frekar um málið.

mbl.is ræddi við Lilju Alfreðsdóttur í dag til að athuga hvers vegna andmæli hennar við framkvæmd á sölu hlut ríkisins í Íslandsbanka hafi ekki verið færð til bókar.

Lilja sagðist vera búin að tjá sig um þetta mál í bili og að hún ætli að fá að njóta páskafrísins. Þó bætti Lilja við að það muni koma meira í ljós í þessu máli á komandi dögum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert