Áform um vetnisstöð við Ljósafoss

Ljósafossvirkjun.
Ljósafossvirkjun. Ljósmynd/Aðsend

Umhverfis- og tæknisvið uppsveita, það er Ásahrepps, Bláskógabyggðar, Flóahrepps, Grímsnes- og Grafningshrepps, Hrunamannahrepps og Skeiða- og Gnúpverjahrepps, auglýsti í febrúar nýja deiliskipulagstillögu fyrir Írafoss- og Ljósafossvirkjanir. Um leið var auglýst ný deiliskipulagstillaga fyrir Steingrímsstöð. Virkjanirnar eru allar við Sogið sem rennur úr Þingvallavatni.

Í nýju deiliskipulagi Írafoss- og Ljósafossvirkjana felst m.a. staðfesting núverandi landnotkunar svæðisins. Einnig gerir hún ráð fyrir byggingu yfir hluta tengivirkis við Írafossstöð og stöðvarhúsi fyrir vetnisstöð. Í nýrri deiliskipulagstillögu Steingrímsstöðvar felst staðfesting á núverandi landnotkun svæðisins. Unnin hefur verið mannvirkjaskráning fyrir allar stöðvarnar og settir skilmálar í tengslum við hana. Þá var gerð deiliskráning fornminja við Steingrímsstöð.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert