Kertafleyting á Þingvallavatni

Flugmaðurinn Haraldur Diego hefði orðið 50 ára í dag og var hans minnst með kertafleytingu á Þingvallavatni í dag í víkinni þar sem björgunarsveitirnar voru með stjórnstöð.

Haraldur lést í flugslysi 3. febrúar sl. þegar flugvél hans fórst í Þingvallavatni. Þrír farþegar voru í vélinni sem létu allir lífið.

Haraldur var reyndur flugmaður og ljósmyndari og fyrrverandi formaður AOPA, hags­muna­fé­lags flug­manna og flug­véla­eig­enda á Íslandi auk þess að vera rit­stjóri Flugs­ins, tíma­rits um flug­mál.

Aðstandendur Haraldar söfnuðust saman við AOPA húsið við Reykjavíkurflugvöll í morgun og fóru með rútu til Þingvallavatns. 

Einnig var farið í samflug yfir Þingvallavatn frá AOPA húsinu í dag.  Aðstandendur hittust síðan í AOPA húsinu til að minnast Haraldar eftir athöfnina við Þingvallavatn.

Hér fyrir neðan eru myndir frá athöfninni.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert