Samkvæmt nýrri könnun Maskínu hafa aldrei fleiri verið hlynntir sölu á áfengi í matvöruverslunum síðan að fyrirtækið hóf mælingar árið 2016.
Samkvæmt könnuninni voru um 47,6 prósent þeirra sem svöruðu hlynntir því að leyfa sölu á léttu áfengi með minna en 22 prósent af áfengisinnihaldi í matvöruverslunum. Það er talsverð aukning frá því í fyrra en þá mældust 43,4 prósent vera hlynntir.
16,2 prósent þeirra sem svöruðu könnuninni voru hlutlausir á meðan að 1,5 prósent sögðust ekki vita hvað þeim fannst eða vildu ekki svara.
Var því meirihluti þeirra sem tóku þátt í könnuninni hlynntir því að leyfa sölu á léttu áfengi í búðum eða 47,6 prósent hlynntir og 36,2 prósent andvígir.
Aðeins 22,4 prósent voru hlynntir því að leyfa sterkt áfengi með meira en 22 prósent áfengisinnihaldi í matvöruverslunum en í fyrra mældist það 19,1 prósent.
57,4 prósent voru andvígir því að leyfa sölu á sterku áfengi í búðum og því greinilegt að um töluverður meirihluti er andvígur því.
30 til 39 ára voru jákvæðastir fyrir því að leyfa létt áfengi í búðum en 65,8 prósent í þeim aldursflokki sögðust hlynntir því.
60 ára og eldri voru ekki jafn spenntir en aðeins 26,8 prósent í þeim aldursflokki sögðust hlynntir því.
Könnunin var framkvæmd í febrúar 2022 og lögð fyrir 966 manns sem voru dregin af tilviljun úr þjóðskrá á netinu. Gild svör við könnuninni vour 944 og því hlutfall þeirra sem tóku ekki þátt rétt rúmlega 2 prósent. Þeir sem tóku þátt í könnunni eru allstaðar að af landinu og á aldrinum átján ára og eldri.