Jarðskjálftahrina hófst á Reykjanesskaga um klukkan 21.20 í kvöld.
Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands hefur skjálfti að stærð 3,9 mælst í kvöld auk tveggja skjálfta yfir 3 að stærð. Þá hefur verið töluverð smáskjálftavirkni.
Veðurstofu hafa borist tilkynningar um að skjálftinn hafi fundist í flestum sveitarfélögum á Reykjanesskaga.
Skálftahrinan varð um 7 kílómetra norðaustur af Reykjanestá. Alls hafa um 200 skjálftar mælst frá því að hrinan hófst.
Síðast mældist skjálfti af svipaðri stærðargráðu á þessu svæði í nóvember 2021 þegar skjálfti af stærðinni 3,5 varð þar.
Fréttin hefur verið uppfærð.