Sunna Karen fer á fréttadeild RÚV

Sunna Karen blaðamannaverðlaun fyrir umfjöllun ársins þar sem hún fjallaði …
Sunna Karen blaðamannaverðlaun fyrir umfjöllun ársins þar sem hún fjallaði um tilefnislausar lífslokameðferðir á Suðurnesjum. Ljósmynd/Blaðaljósmyndarafélag Íslands

Fréttakonan Sunna Karen Sigurþórsdóttir, sem hefur gert garðinn frægan á Stöð 2, Bylgjunni og Vísi, hefur nú ákveðið að skipta um starfsvettvang og fara yfir á fréttadeild Ríkissjónvarpsins.

Sunna hefur víðtæka reynslu úr blaðamennsku og starfaði um árabil á Vísi og starfaði á ritstjórn Fréttablaðsins áður.

Sunna hlaut Blaðamannaverðlaun Íslands nýverið fyrir umfjöllun ársins þar sem hún fjallaði um tilefnislausar lífslokameðferðir á Suðurnesjum. Hún hefur einnig vakið athygli fyrir heimildaþættina Ummerki, um íslensk glæpamál og þættina Ofsóknir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert