Sunna Karen fer á fréttadeild RÚV

Sunna Karen blaðamannaverðlaun fyrir umfjöllun ársins þar sem hún fjallaði …
Sunna Karen blaðamannaverðlaun fyrir umfjöllun ársins þar sem hún fjallaði um tilefnislausar lífslokameðferðir á Suðurnesjum. Ljósmynd/Blaðaljósmyndarafélag Íslands

Frétta­kon­an Sunna Kar­en Sig­urþórs­dótt­ir, sem hef­ur gert garðinn fræg­an á Stöð 2, Bylgj­unni og Vísi, hef­ur nú ákveðið að skipta um starfs­vett­vang og fara yfir á frétta­deild Rík­is­sjón­varps­ins.

Sunna hef­ur víðtæka reynslu úr blaðamennsku og starfaði um ára­bil á Vísi og starfaði á rit­stjórn Frétta­blaðsins áður.

Sunna hlaut Blaðamanna­verðlaun Íslands ný­verið fyr­ir um­fjöll­un árs­ins þar sem hún fjallaði um til­efn­is­laus­ar lífs­lokameðferðir á Suður­nesj­um. Hún hef­ur einnig vakið at­hygli fyr­ir heim­ildaþætt­ina Um­merki, um ís­lensk glæpa­mál og þætt­ina Of­sókn­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert