Tafir á læknisskoðunum

Tekið er á móti flóttamönnum í Domus Medica.
Tekið er á móti flóttamönnum í Domus Medica. mbl.is/Árni Sæberg

„Það hefur allt gengið vel hér í Domus og við erum að straumlínulaga alla ferla. Eina sem er að tefja okkur eru læknisskoðanirnar. Þar var mikill hali fyrir og nú er verið að reyna að vinna hann niður,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson, aðgerðastjóri teymis um móttöku flóttafólks frá Úkraínu.

Sameiginleg móttökumiðstöð umsækjenda um alþjóðlega vernd í gamla Domus Medica-húsinu hefur að sögn Gylfa gefið góða raun. Þar geta umsækjendur um alþjóðlega vernd nýtt sér þjónustu Útlendingastofnunar, lögreglu, heilsugæslu og fjölmenningarseturs, allt á sama stað. „Helsta verkefnið nú er að koma læknisskoðunum í enn betra horf og það gerum við í góðu samstarfi við heilsugæsluna,“ segir Gylfi.

Í gær höfðu 1.135 sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi frá áramótum og hafa aldrei verið fleiri á einu ári. Þar af eru 728 frá Úkraínu eða með tengsl við landið.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert