Laufey Gunnarsdóttir einhverfuráðgjafi og þroskaþjálfi bendir á að það, í Dagmálum, að fólk eigi það til að gera lítið út einhverfu eða taki greiningar ekki alvarlega og sjái jafnvel ekki vanda fólks á einhverfurófi út af styrkleikum þeirra.
„Svo er líka ósanngjarnt að segja: Það eru allir smá einhverfir,“ bendir Laufey á. „Þá er svolítið verið að gera lítið úr einhverfueinkennum og þeim vandamálum sem viðkomandi á við að stríða,“ segir hún og lýsir því hversu gríðarlega erfitt og orkukrefjandi það getur verið fyrir fólk á einhverfurófi í félagslegum aðstæðum – þrátt fyrir að fólk, sérstaklega stúlkur, geti verið afar fært í að fela það.
„Styrkleikarnir – fólk oft sér ekki vandann útaf styrkleikunum. Þannig að ef stelpa eða strákur er ofboðslega duglegur í skólanum – og talandi um að fá verðlaun á hverju ári og burðast út með einhverjar bækur og doðranta, það er alveg álag. Við ættum bara að hætta þessu, að verðlauna. Krakkar sem kunna ekki annað en að læra,“ segir Laufey sem bendir á að stundum meti fullorðnir það jafnvel svo að greining skemmi fyrir þessum krökkum sem sé alls ekki raunin.
„Hún er svo dugleg við skulum ekki eyðileggja fyrir henni með því að setja einhverfugreiningu á hana. Það heyrir maður stundum en mjög margar af konunum sem hafa komið til mín hafa verið svona framúrskarandi nemendur alla tíð og það hefur verið rosaleg kvöð. Að þurfa alltaf að fá tíur og velja það að læra í staðinn fyrir að vera með öðrum krökkum af því þú kannt ekki annað,“ segir Laufey.