10–15% gætu glímt við langvinn einkenni

Stefán Yngvason framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi leiðir framvarðarsveit þeirra sem takast á við eftirmál Covid heimsfaraldursins, hér á Íslandi. Ekki liggja fyrir staðfestar tölur um fjölda þeirra sem glíma við langvinn og margs konar einkenni eftir að hafa smitast af veirunni.

Stefán telur að þessi fjöldi geti verið tíu til fimmtán prósent sjúklinga. Stefán er gestur Dagmála og í þætti dagsins ræðir hann þau úrræði sem beitt er við endurhæfingu þegar kemur að heilaþoku, mæði, skertu starfsþreki og fleiri eftirmálum Covid.

Hann leggur mikla áherslu á að sjúklingar og aðstandendur sýni þolinmæði og hann minnir á að oft er tíminn góður læknir. 

Einkenni sem fólk lýsir og upplifir eru fjölmörg og ólík. Eins og fyrr segir, mæði, heilaþoka eða einbeitingarleysi þegar kemur að lausn verkefna. Aðrir upplifa verki og geta það verið liðverkir, staðbundinir verkir, höfuðverkur og sársaukastingi.

Þátturinn í heild sinni er aðgengilegur fyrir áskrifendur Morgunblaðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert