Dómur staðfestur yfir framkvæmdastjóra ADHD-samtakanna

Hæstiréttur Íslands.
Hæstiréttur Íslands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hæstiréttur staðfesti í dag dóm yfir fyrr­um fram­kvæmda­stjóra ADHD-sam­tak­anna sem dró að sér 9,2 millj­ón­ir króna af fjár­mun­um fé­lags­ins og nýtti það í eig­in þágu. Maður­inn var dæmd­ur fyr­ir fjár­drátt, umboðssvik og peningaþvætti.

Bæði Hæstiréttur og Landsréttur staðfestu því dóm Héraðsdóm­ Reykja­ness um að dæma mann­inn í tíu mánaða fang­elsis­vist, þar af sjö mánuði skil­orðsbundna.

Maður­inn, Þröst­ur Em­ils­son, var fram­kvæmda­stjóri ADHD-sam­tak­anna frá 2013 fram á mitt ár 2018 þegar málið kom upp. Var hon­um þá vikið úr starfi og kærði stjórn fé­lags­ins brot hans til lög­reglu. Maður­inn játaði brot sitt ský­laust fyr­ir dómi. 

Vildi að dómur um peningaþvætti yrði vísað frá

Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar 29. júlí 2021. Ákæruvaldið krafðist þess að ákærði yrði sakfelldur samkvæmt ákæru og refsing hans þyngd.

Ákærði krafðist þess aðallega að dómur um peningaþvætti yrði vísað frá og að refsing hans yrði milduð.

Til vara krafðist hann þess að hinn áfrýjaði dómur yrði staðfestur um annað en refsingu sem hann krafðist að yrði milduð. Þá krafðist hann sýknu af einkaréttarkröfu samtakanna.

Hæstiréttur dæmdi óraskaðan dóm um sakfellingu ákærða, refsingu og sakarkostnað svo og málskostnað ADHD-samtakanna.

Ákærði skal því greiða samtökunum 9,2 milljónir króna með dráttarvöxtum og 200 þúsund í málskostnað fyrir Hæstarétti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert