Fullkomin Skíðavika sett síðdegis

Skíðavikan stendur fram yfir páska.
Skíðavikan stendur fram yfir páska. Ljósmynd/Ágúst Atlason

„Gistipláss í bænum er uppurið og allir sem ég þekki eru með húsfylli hjá sér. Ég held að það verði fullt af fólki hér,“ segir Anna Sigríður Ólafsdóttir, stjórnandi Skíðavikunnar á Ísafirði, sem sett verður í dag.

Setningin verður klukkan 17 og fyrsti viðburðurinn er svo hin vinsæla sprettganga Aurora Arktika í Hafnarstræti. Hver viðburðurinn rekur annan næstu daga og samhliða fer fram hin vinsæla tónlistarhátíð Aldrei fór ég suður. „Þetta verður fullkomin Skíðavika. Það er autt í bænum en hellingur af snjó á skíðasvæðunum og spáin fyrir helgina er fín,“ segir Anna.

Skíðavikunni hefur verið aflýst síðustu tvö ár vegna samkomutakmarkana. „Við vitnum til Skíðavikunnar í fyrra þegar aflýst var með litlum fyrirvara. Nú má búast við að íbúafjöldi á svæðinu tvöfaldist. Það eru komnir á sjöunda tug viðburða á dagskrána og enn að bætast við,“ segir Anna. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert